• Sími : 480 3046

727_AlfaborgLeikskólinn Álfaborg var stofnaður í Sumarbúðunum í Skálholti í október 1986. Í fyrstu var hann rekinn af foreldrum og opið var þrjá daga í viku frá kl. 13-17. Í mars 1989 var ákveðið að leikskólinn yrði í gamla skólanum í Reykholti, þar sem hann er enn í dag.  Haustið 1990 tók Biskupstungnahreppur við rekstrinum af foreldrum og opið fimm daga vikunnar  frá kl. 13-17. Árið 1991 var tekin upp átta tíma vistun. Þá bættist við heitur matur í hádeginu frá skólamötuneyti. Leikskólanum var alltaf lokaðað yfir sumarmánuðina en árið 2002 varð breyting  þar á og nú er einungis lokað í sex vikur yfir sumarið.

Í dag er Álfaborg tveggja deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 12 mánaða til sex ára og vistunartíminn er fjórir til fimm dagar, heilir eða hálfir. Rekstraraðili er Bláskógabyggð. Skólanefnd sem kjörin er af sveitarstjórn fer með málefni leikskólans í umboði sveitarstjórnar.

Haustið 2008 var ákveðið að gefa deildunum nöfn og var horft til örnefna á Reykholtssvæðinu (Í landi Stóra-Fljóts). Ákveðið var að yngri deildin héti Lambadalur og eldri deildin Krummaklettur. Jafnframt var öðrum rýmum í leikskólanum gefin nöfn og eru þau notuð í daglegu tali.

Skólanámskrá Álfaborgar

Handbók fyrir foreldra 

Leiðarljós leikskólans 2013-2015

Reglur fyrir leikskóla í Bláskógabyggð

Reglur fyrir leikskóla í Bláskógabyggð

Reglur Bláskógabyggðar um samskipti skóla og trúfélaga