• Sími : 480 3046
10des
2014
0

Piparkökubakstur

Það hefur heldur betur verið jólaleg stemmingin hjá okkur í Álfaborg núna í gær og í dag. Foreldrar hafa komið og búið til piparkökur með börnunum og skreytt þær fallega. Virkilega gaman að eiga svona notalega stund saman. Vegna fjölda áskoranna ákváðum við að deila með ykkur uppskriftinni af piparkökunum.

Piparkökur

1. kg hveiti

4. tsk matarsódi

4. tsk negull

4. tsk engifer

8. tsk kanill

1. tsk pikar

500 gr. sykur

360 gr. smjörlíki

2. dl sýrop

2. dl mjólk

Hnoðið allt saman og fletið út með smjörpappír undir og yfir keflinu 🙂