• Sími : 480 3046
07nóv
2016
0

Styrktartónleikar fyrir leikskólann.

Leikskólinn Álfaborg varð fyrir því í sumar að það fannst mygla í kjallara hússins, þegar skipta átti um dúk þar. Henda þurfti mikið af dótinu og ákváð foreldrafélag leikskólans ásamt kvenfélagi Biskupstungna að slá til og halda styrktartónleika fyrir leikskólann.  Saman áttum við yndislega stund í Aratungu með góðu fólki úr sveitinni og fram komu einstaklega hæfileikaríkt fólk úr sveitinni. Svavar Knútur kom einnig og stemningin var frábær. Færum við í leikskólanum, öllum þeim sem fram komu og einnig þeim sem sáu sér fært um að mæta þetta kvöld og öllum sem styrktu leikskólann okkar allra bestu þakkir. Kveðja kennarar í Álfaborg.