• Sími : 480 3046

Vikudagsþula

Sunnudagur sagði:
Þorir þú að mæta mér?
Mánudagur flýtti sér.
Þriðjudagur þagði.
Miðvikudagur fór svo flatt,
að fimmtudagur um hann datt.
Föstudagur hljóp svo hratt,
að hendur á hann lagði.
Laugardagur byrstur mjög í bragði.
En þá var vikan liðin
og kyssti litlu börnin,
sem sátu og voru iðin.
Þetta er alveg satt.
Svo kemur næsta vika,
þá gengur það nú glatt.

Karl tók til orða,
mál væri að borða,
þá kom inn diskur,
var á blautur fiskur,
hákarl og rætur
og fjórir sviðafætur.
Upp tók hann einn,
ekki var hann seinn,
gerði sér úr mann,
Grettir heitir hann.