• Sími : 480 3046

Við göngum mót hækkandi sól

Við göngum mót hækkandi sól, sól, sól,
og sjáum hana þíða allt er kól, kól, kól,
:/: sjá vætlurnar streyma
og vetrinum gleyma,
því vorið er komið með sól, sól, sól. :/:

Ó, heill sé þér, bráðláta vor, vor, vor.
Velkomið að greikka okkar spor, spor, spor,
:/: því ærsl þín og læti og ólgandi kæti
er æskunnar paradís vor, vor, vor. :/: