• Sími : 480 3046

Vatnsvísan

Dripp dropp dripp dropp dripp dropp dripp dropp.
Hvað er það sem rignir svo regnhlífarnar á?
Hvað rennur svo bólstrunum svörtu frá?
Það er vatnið, vatnið, ekkert nema vatnið.

Dripp dropp…..
Hvað er í þeim skýjum sem skreyta loftin blá
en skipin og bátarnir sigla á?
Það er vatnið, vatnið, ekkert nema vatnið.

Dripp dropp…
Hvað er það, sem alls staðar liggur kringum lönd
og leikandi gjálfrar við sjávarströnd?
Það er vatnið, vatnið, ekkert nema vatnið.

Dripp dropp…
Hvað er það, sem börnin sig baða stundum í
en breytist í ís, þegar frost nær því?
Það er vatnið, vatnið, ekkert nema vatnið.