• Sími : 480 3046

Umferðaljósin
(Lag: Allir krakkar)

Rauði karlinn, rauði karlinn
kallar til þín hér.
Hann biður þig að bíða
best er því að hlýða.
Stans hann segir,
stans hann segir.
Stans og gættu að þér.

Græna karlinn, græna karlinn
krakkar þekkja flest.
Göngumerki gefur
gát á öllu hefur.
Yfir götu öll við göngum
glöð í einni lest.