• Sími : 480 3046

Þula um líkamann

Er þetta penni? – Nei, þetta er enni.
Er þetta kaka? -Nei, þetta er haka.
Er þetta Stebbi? – Nei, þetta er nebbi.
Er þetta Unnur? – Nei, þetta er munnur.
Er þetta tár? – Nei, þetta er hár.
Er þetta lunga? – Nei, þetta er tunga.
Er þetta skinn? – Nei, þetta er kinn.
Er þetta önd? – Nei, þetta er hönd.
Er þetta slingur? – Nei, þetta er fingur.
Er þetta hagi? – Nei, þetta er magi.
Eru þetta skæri? – Nei, þetta er læri.
Er þetta tré? – Nei, þetta er hné.
Er þetta gil? – Nei, þetta er il.
Er þetta ká? – Nei, þetta er tá.
Er þetta skass? – Nei, þetta er rass.

(Lag: Höf. ókunnur/Texti: Höf. ókunnur)