• Sími : 480 3046

Það var einu sinni strákur

Það var einu sinni strákur
sem átti lítinn bíl,
lítinn bíl, bíl, bíl,
lítinn, lítinn, lítinn bíl,
og kennslukonan sagði´ honum
að semja´ um bílinn stíl,
bílinn stíl, stíl, stíl,
semja´ um bílinn, bílinn stíl.

Hann þorði ekki að hika,
hann hélt hún yrði reið,
yrði reið, reið, reið,
yrði voða, voða reið,
og settist við og samdi
þá sögu´ á þessa leið,
þessa leið, leið, leið,
þessa, þessa, þessa leið:

Það var einu sinni strákur
sem átti lítinn bíl……..