• Sími : 480 3046

Súrmjólk í hádeginu

Ég er bara fimm ára
og kenna á því fæ.
Klukkan sjö á morgnana
er mér dröslað niður í bæ.
Enginn tekur eftir því
þó heyrist lítið kvein
því mamma er að vinna
en er orðin allt of sein.

Viðlag:
Súrmjólk í hádeginu
og Seríos á kvöldin.
Mér er sagt að þegja
meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu
Seríos á kvöldin.
Hún mamma er svo stressuð
en þó mest á sjálfri sér.

Svo inn á dagskólann
mér dröslað er í flýti.
Mig sárverkjar í handleggina
eftir mömmu tog.
En þar drottnar dagmamma
með ótal andlitslýti.
Það er eins og hún hafi fengið
hátt í hundrað þúsund flog.

Súrmjólk í hádeginu
og Seríos á kvöldin…
Mér er sagt að þegja
meðan fréttatíminn er.
Súrmjólk í hádeginu
Seríos á kvöldin.
Eitt er víst að pabbi minn
hann ræður öllu hér.

Bráðum verð ég sex ára
en það er fyrsta maí.
Daginn allan þann
ég dröslast aleinn niðrí bæ.
Enginn tekur eftir því
þó ég hangi þarna einn
því gamli er með launakröfu
en orðinn allt of seinn.

Súrmjólk í hádeginu
og Seríos á kvöldin..