• Sími : 480 3046

Stökur

Afi minn og amma mín
úti á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín
og þangað vil ég fljúga.

Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi
að sækja bæði sykur
og brauð sitt af hvoru tæi.

Litla Jörp með lipran fót
labbar götu þvera.
Hún skal seinna á mannamót
mig í söðli bera.

Rauður minn er sterkur, stór,
stinnur mjög til ferðalags.
Suður á land hann feitur fór,
fallegur á tagl og fax.

Runki fór í réttirnar
ríðandi á honum Sokka.
Yfir holt og hæðirnar
hann lét klárinn brokka.

Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan glugga
þarna siglir einhver
inn ofurlítil dugga.

Sigga litla systir mín
situr út í götu,
er að mjólka ána sín
í ofurlitla fötu.

Buxur, vesti, brók og skó,
bætta sokka nýta,
húfutetur, hálsklút þó,
háleistana hvíta.

Kristín litla komdu hér
með kalda fingur þína
ég skal bráðum bjóða þér
báða lófa mína.

Eitthvað tvennt á hné ég hef,
heitir annað Stína.
Hún er að láta lítið bréf
í litlu nösina sína.

Fuglinn segir bí bí bí,
bí bí segir Stína.
Kveldúlfur er kominn í
kerlinguna mína.