• Sími : 480 3046

Sól skín á fossa – Þula

,,Sól skín á fossa”, segir hún Krossa.
,,Hvar á að tjalda?” segir hún Skjalda.
,,Suður við ána”, segir hún Grána.
,,Ég skal snjónum spyrna”, segir hún Hyrna.
,,Ég skal éta í mína hít”, segir hún Hvít.
,,Ég skal mjólka minna”, segir hún Dimma.
,,Ég skal standa innar”, segir hún Kinna.
,,Ég skal mjólka svo freyði”, segir hún Reyður.
,,Mér þykir góður ruddi”, segir hann tuddi.
,,Ég skal éta sem ég þoli”, segir hann boli.
,,Ég skal éta sjálfur”, segir hann kálfur.
,,Ég þoli illa hungur”, segir vetrungur.