• Sími : 480 3046

Skautasöngur

Komið fljótt. Fraus í nótt
fjörður, tjörn og áin.
Líkt og gler orðið er
allt um víðan bláinn.

Hraust og snör eins og ör
út á hálum brautum
svífum við, hlið við hlið.
Himneskt er á skautum.

Hertu þjóð, hetjumóð.
Heill þér Íslands vetur.
Veröld öll, álfahöll,
enginn skreytir betur.