• Sími : 480 3046

Ruggutönn

Ég er með lausa tönn
Hún ruggar geðveikt mikið
Pabbi vill toga’ í mína tönn
En nei, þar dreg ég strikið!

Hún er mín eigin ruggutönn
Ruggu-ruggu-ruggu-ruggutönn
Ég vil ekki missa mína ruggutönn
Ruggu-ruggu-ruggutönn
Ég er með lausa tönn
Hún ruggar er ég tala
Mamma vill taka þessa tönn
Ég neita því og gala:

Hún er mín eigin ruggutönn
Ruggu-ruggu-ruggu-ruggutönn
Ég vil ekki missa mína ruggutönn
Ruggu-ruggu-ruggutönn
Ég er með lausa tönn
Hún ruggar við hvern sopa
Ég sötra saft í óða önn
Því hún ruggar líka er ég ropa!

Ég elska mína ruggutönn
Ruggu-ruggu-ruggu-ruggutönn
Eg vil ekki missa mina ruggutönn
Ruggu-ruggu-ruggutönn