• Sími : 480 3046

Nú er úti norðanvindur

Nú er úti norðanvindur,
Nú er hvítur Esjutindur.
Ef ég ætti úti kindur
Mundi´ ég láta´ þær allar inn,
Elsku besti vinur minn.
Úmb-a-rass-a, úmb-a-rass-a,
Úmb-a-rass-a-sa.
Úmb-a-rass-a, úmb-a-rass-a,
Úmb-a-rass-a-sa.
Úmb-a-rass-a-sa.

Upp er runninn öskudagur,
ákaflega skýr og fagur.
Einn með poka ekki ragur
úti vappar heims um ból.
Góðan daginn, gleðileg jól.
Úmb-a-rass-a….

Elsku besti stálagrér,
heyrirðu hvað ég segi þér:
,,Þú hefur étið úldið smér,
og dálítið af snæri,
elsku vinurinn kæri.”
Úmb-a-rass-a…

Þarna sé ég fé á beit,
ei er því að leyna.
Nú er ég kominn upp í sveit
á rútunni hans Steina.
Skilur þú hvað ég meina?
Úmb-a-rass-a…

Höfði stingur undir væng,
hleypur nú á snærið.
Hún Gunna liggur undir sæng,
öll nema annað lærið.
Nú er tækifærið.
Úmb-a-rass-a…