• Sími : 480 3046

Lobbukvæði

Heyrðu Lobba, viltu ljá mér litla hvolpinn þinn
Heldurðu að ég meiði nokkuð þetta litla skinn?
Ég skal fara varlega og hafa gát á því
að hann detti ekki í gólfið og reki nefið í.

Mig langar til að skoða skæru augun blá
og litlu skrýtnu rófuna sem er aftan á
Láta hann svo hlaupa á litlu fótunum
og leika mér svo dálítið við hann og klappa ‘ honum

Ætlarðu’ ekki, Lobba mín, að lána mér hann?
Ég læt þig hafa’ í staðinn beinið sem ég fann.
Það er sjáðu utan á því ofurlítið ket,
og seinna skal ég gefa þér meira ef ég get.

Ég verð nú ekki lengi að naga beinið þitt,
en náttúrulega máttu skoða litla skinnið mitt.
En ef hann fer að væla og ef það koma tár,
þá ættir þú að vara þig, því ég get orðið sár.