• Sími : 480 3046

Indíánalagið

Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir indíánar,
fjórir litlir fimm litlir, sex litlir indíánar.
Sjö litlir, átta litlir, níu litlir indíánar,
tíu litlir indíánar í skóginum.

Allir voru með byssu og boga,
allir voru með byssu og boga,
Allir voru svo kátir og glaðir!
Þeir ætluðu að fella björninn.

Uss! Þarna heyrðist eitthvað braka.
Uss!  Þarna heyrðist fugl að kvaka.
Fram kom stóri og grimmi björninn!
Þá hlupu þeir allir heim til sín.

Þá hlupu:
Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir indíánar,
fjórir litlir, fimm litlir, sex litlir indíánar.
Sjö litlir, átta litlir, níu litlir indíánar-
en einn indíáni varð eftir.

Hann var ekki hræddur við stóra björninn.
BAMM!! – hann skaut og hitti björninn.
Tók svo af honum allan haminn
og hélt síðan heim til sín.

Þá komu:
Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir indíánar,
fjórir litlir fimm litlir, sex litlir indíánar.
Sjö litlir, átta litlir, níu litlir indíánar-
allir að skoða björninn.