• Sími : 480 3046

Hljóðnar nú haustblær

Hljóðnar nú haustblær, húsið við rótt.
Dvelur við dyrnar drungaleg nótt.
Fljúga þá fuglar, flestir sinn veg,
kvakandi kvíðnir kvöldljóðin treg.

Svífur burt sumar, sólar í lönd,
kveður létt kossi klettótta strönd,
ljósu frá landi, leysir sitt band,
byltist þung bára, bláan við sand.