• Sími : 480 3046

Hættu að gráta hringaná

Hættu að gráta hringaná
heyrðu ræðu mína:
ég skal gefa þér gull í tá
þó Grímur taki þína.

Hættu að gráta hringaná;
huggun er það meiri:
ég skal gefa þér gull í tá
þó Grímur taki fleiri.

Hættu að gráta hringaná;
huggun má það kalla
ég skal gefa þér gull í tá
þó Grímur taki þær allar.