• Sími : 480 3046

Göngum langa leið

:,:Göngum langa leið inn í græna skóginn
þar við getum farið í feluleik.:,:
Þar vaxa blómin og berin sæt,
tínum þar blómin og berin sæt.
Göngum langa leið inn í græna skóginn
þar við getum farið í felu leik.

:,:Göngum langa leið inn að lygnu vatni
þar sem gamli báturinn bíður enn.:,:
Vöggum og ruggum á vatninu,
vöðum og buslum í vatninu.
Göngum langa leið inn að lygnu vatni
þar sem gamli báturinn bíður enn.