• Sími : 480 3046

Fuglabrúðkaupið

Í laufgum skóg, til skemmtunar
og kirkjubrúðkaups boðið var.

Viðlag:
Fí-di-ra-la-la, fí-di-ra-la-la,
fí-di-ra-la-la-la-la.

Þar bar hún Erla brúðarstél,
þar steig hann Þröstur valsinn vel.

Og Lómurinn og Lómurinn
hann leiddi þau fyrir Prófastinn.

Og Spóinn og Spóinn
söng amen yfir móinn.

Og Rindillinn og Rindillinn
hann hóf að blístra borðsálminn.

En Lóurnar en Lóurnar
þær bjuggu hjóna beðinn þar.

Og Uglan og Uglan
dró feimin fyrir gluggann.

Og ekki´ að gleyma Öndinni
sem alla kyssti´ að skilnaði.

Svo gól þá Haninn „góða nótt“
og sofnuðu allir sætt og rótt.