• Sími : 480 3046

Ferskeytlur

Klappa saman lófunum,
reka féð úr móunum
tölta á eftir tófunum,
tína egg úr spóunum.

Klappa saman lófunum,
reka féð úr móunum,
vinna sér inn bita,
láta ekki hann pabba vita.

Klappa saman iljunum,
reka féð úr giljunum,
vinna sér inn bita,
láta ekki hann pabba vita.

Stígur hún við stokkinn
stuttan á hún sokkinn,
ljósan ber hún lokkinn,
litli stelpuhnokkinn.

Við skulum róa á selabát
fyrst við erum fjórir.
Það eru bæði þú og ég
stýrimaður og stjóri.

Við skulum róa sjóinn á
að sækja okkur ýsu.
En ef hann krummi kemur þá
og kallar á hana Dísu.

Við skulum róa sjóinn á
að sækja okkur löngu.
En ef hann krummi kemur þá
og kallar á hana Möngu.

Við skulum róa sjóinn á
að sækja okkur lúðu.
En ef hann krummi kemur þá
og kallar á hana Þrúðu.

Grýla á sér lítinn bát
rær hún yfir sandi,
þegar hún heyrir barnagrát flýtir hún sér að landi.

Hani, krummi, hundur, svín, hestur, mús, tittlingur.
Galar krunkar, geltir, hrín,
hneggjar, tístir, syngur.

Litlu lömbin leika sér
létt um græna haga,
þegar þau sjá að ekki er
úlfurinn þeim til baga.

Kötturinn skjótti kom í nótt
og klóraði mig í framan,
vasaði ótt með vélið mjótt,
var það ekki gaman.

Margt er gott í lömbunum,
þegar þau koma af fjöllunum,
gollurinn og görnin,
og vel stíga börnin.

Dó, dó og dumma.
Dagur er fyrir sunnan.
Sástu hvergi hvítan blett
Á bakinu á honum krumma?

Kveldúlfur er kominn hér
kunnugur innan gátta,
sólin rennur, sýnist mér,
senn er mál að hátta.