• Sími : 480 3046

Ég heiti Óli rauði…

Ég heiti Óli rauði og allir þekkja mig,
því allir jólasveinar nota rautt í föt á sig.
Rauð eru eplin góðu og reyniberin smá
og rauður er hann kjólinn sem hún Gunna á að fá.

Viðlag:
Já við litum og við litum
og við litum stórt og smátt.
Við litum grænt og brúnt og rautt
og gult og fagurblátt.
Já við litum og við litum allt
sem litir geta prýtt.
Og líki´ okkur það ekki,
við byrjum upp á nýtt.

Ég heiti Stjáni blái og blátt ég lita flest.
Berjaklasa, fjóluvönd og ævintýrahest.
Blá eru líka vötnin og blár er fjörðurinn.
Og bláa litinn notar þú á sjálfan himininn.

Viðlag:

Ég heiti Gústi græni á grös og skóga og hey.
Þú getur notað litinn minn, á vetrum sést ég ei.
En þegar vorið kemur, þá kem ég fljótt í ljós,
og klæði grænu engin, tún og blöð á hverri rós.

Viðlag:

Ég heiti Geiri guli´ og er gulur eins og sól.
Gulur eins og fífill eða kertaljós um jól.
Og blandaður með rauðu er ég eins og kvöldroðinn
með ósköp litlu bláu eins og græni skógurinn.

Viðlag: