• Sími : 480 3046

Ef væri ég söngvari

Ef væri ég söngvari syngi ég ljóð
:,:um sólina vorið og land mitt og þjóð. :,:

En mömmu ég gæfi mín ljúfustu ljóð,
:,:hún leiðir mig verndar og er mér svo góð. :,:

Ef gæti ég farið sem fiskur um haf
:,:ég fengi mér dýrustu perlur og raf. :,:

Og rafið ég geymdi og gæfi´ekki braut
:,:en gerði´ henni mömmu úr perlunum skraut. :,:

Ef kynni´ ég að sauma ég keypti mér lín
:,:og klæði ég gerði mér snotur og fín. :,:

En mömmu úr silki ég saumaði margt
:,:úr silfri og gulli, hið dýrasta skart. :,: