• Sími : 480 3046

Berjaför
5931_kónguló(Lag: Gamli Nói)

Litli Siggi, litla Sigga
löbbuðu út í mó.
Bæði ber að tína
í berjafötu sína.
Það var gaman, það var gaman.
hopp og hæ og hó.

Litli Siggi, litli Siggi
litla þúfu fann.
Blessuð berin ljúfu
byrgðu alla þúfu.
Eitt af öðru, eitt af öðru
upp í munninn rann.

Litla Sigga, litla Sigga
lítinn bolla sá.
En sá litaljóminn,
litlu fögru blómin.
Þau ég tíni, þau ég tíni,
þau skal mamma fá.