• Sími : 480 3046

Ánamaðkur, kakkalakki og kónguló

Ég fann lítinn ánamaðk í dag
ég fann rauðan ánamaðk í dag
ég fann skrýtinn ánamaðk í dag.
Tra la la la la la la la lei.

Ég fann svartan kakkalakka í dag,
ég fann lítinn kakkalakka í dag
ég fann svartan kakkalakka í dag,
Tra la la la la la la la lei.

Og þegar kakkalakkinn hló
þá fengu allir nýja skó.
Og þegar haninn galaði:
Gaggala, gaggala, gó
þá fór hann Gvendur út á sjó.

Ég fann bláa könguló í dag,
könguló með fjólubláan staf,
ég fann stóra könguló í dag.
Tra la la la la la la la lei.

Þegar köngulóin hló,
þá fékk hún átta nýja skó.
Og þegar haninn galaði:
Gaggala, gaggala, gó
þá fór hann Gvendur út á sjó

Ég fann rauðan orm í Reykjavík,
ég fann gulan orm í Keflavík.
Ég fann litla ormamaðka´ í dag.
Tra la la la la la la la lei.

Og þegar ormapabbinn hló,
þá fengu allir nýja skó
Og þegar haninn galaði :
Gaggala, gaggala, gó
þá fór hann Gvendur út á sjó.