• Sími : 480 3046

Álfadrottningin

Á álfaballi skal dansinn duna,
álfar og menn um gólfið bruna!
“Já, komið nú krakkar og dansið við mig,
komið og dansið við mig.”

Ó nei, ó nei, ó nei, við gerum það ei,
dansaðu við þig sjálfa,
því mamma og pabbi segja að
við megum ekki dansa við álfa!

Á álfaballi skal dansað lengi,
það á við bæði um stúlkur og drengi!
“Já komið nú krakkar og dansið við mig,
komið og dansið við mig.”

Ó nei, ó nei, ó nei, við gerum það ei o.s.frv.

Æ, syngjum nú saman og dönsum,
svo allir fari frá viti og sönsum!
Já, komið nú krakkar og dansið við mig,
komið og dansið við mig!

Ó nei, ó nei, ó nei, við gerum það ei o.s.frv
Það er hættulegt að dansa við álfa.

 

_________________________

Tónlist: Birte Harksen
Texti: Baldur A. Kristinsson