• Sími : 480 3046

Á laugardögum   

Á laugardögum þurfum við að fara í gott bað.
Á laugardögum pabbi og mamma segja það.
Þvo sér vel um hendur og nudda á sér kinn,
hreinsa litla nebbann og þvo búkinn sinn.

Grípa síðan tannburstann og bursta sína tönn,
svo hún verði hvít og falleg eins og fönn.
Því barnið verður hnuggið ef á tönn er komið gat
því þá hefur það ekki borðað hollan mat.

Sápa aftan vinstra og síðan aftan hægra,
bakið alveg efst og kannski svolítið lægra.
Ekki gleyma hnjánum eða litlu sætu tánum,
hárið vel að skola en ekki fara að vola.

Á laugardögum þurfum við að fara í gott bað.
Á laugardögum pabbi og mamma segja það.
Þvo sér vel um hendur og nudda á sér kinn,
hreinsa litla nebbann og þvo búkinn sinn.