• Sími : 480 3046

Við kveikjum einu kerti á

Við kveikjum einu kerti á,
hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesú barnið er.

Við kveikjum tveimur kertum á,
og komu bíðum hans.
því drottinn sjálfur soninn þá
mun senda í líking manns.

Við kveikjum þremur kertum á,
því konung beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.

Við kveikjum fjórum kertum á.
Brátt kemur gesturinn,
og allir þjóðir þurfa að sjá
að það er frelsarinn.