• Sími : 480 3046

Kátt er á jólunum
(LAG: Komdu og skoðaðu í kistuna mína)

Kátt er á jólunum, krakkarnir syngja,
kveikt eru ljósin og farið í bað.
Klukkurnar allar í kirkjunum hringja
og kjötið er soðið og ljúffengt er það.
Lundin er glöð, þó að lágt fari sól.
Mikið lifandi ósköp er gaman um jól.
Tra la la la la…….

Það verður gleði og gaman um jólin,
ég get varla sofið, ég hlakka svo til.
Þá fer hún Gunna í þrílita kjólinn
og þá fær hún Imba mín, kerti og spil.
Þá verður sungið og dansað svo dátt.
Mikið dæmalaust verður þá fjörugt og kátt.
tra la la la la……..