• Sími : 480 3046

Gefðu mér gott í skóinn

Gefðu mér gott í skóinn,
góði jólasveinn í nótt.
Úti þú arkar snjóinn,
inni sef ég vært og rótt.
Góði þú mátt ei gleyma,
glugganum er sef ég hjá.
Dásamlegt er að dreyma ,
dótið sem ég fæ þér frá

Góði sveinki gættu að skó
gluggakistum á.
Og þú mátt ei arka hjá
án þess að setja neitt í þá.
Gefðu mér eitthvað glingur,
góði jólasveinn í nótt,
meðan þú söngva syngur ,
sef ég bæði vært og rótt.