• Sími : 480 3046
12sep
2014

Skóladagatal

Þá er skóladagatalið komið hér inn á heimsíðuna. Gott að fylgjast vel með því til að sjá hvað er framundan hér í Álfaborg í vetur.

Í vikunni hefur verið nokkur spenningur í húsi vegna réttanna sem eru núna um helgina. Í næstu viku verður síðan náttúruvika þar sem við ræðum meðal annars um réttirnar og haustið. Einnig byrja elstu krakkarnir í Álfaborg í skólanum einn dag í viku. Það hefur gengið vel og verið skemmtilegt að fylgjast með þeim í kynningarheimsóknum sem eru búnar. Hópastarfið mun hefjast í næstu viku og einnig byrja tímar í íþróttahúsinu í næstu viku. Hlökkum til komandi tíma hér í Álfaborg. Góð kveðja um vænlega réttarhelgi!