• Sími : 480 3046
20mar
2015
0

Ömmu og afadagur

Miðvikudaginn 25. Mars verður ömmu og afadagurinn hér í Álfaborg. Við ætlum að bjoða ömmum og öfum að koma til okkar í leikskólann og eiga með okkur góða stund. Einnig er hægt að koma með myndir af ömmum og öfum ef erfiðara er um vik að bjóða þeim í heimsókn.

Það er frjáls mæting og hægt að mæta hvenær sem er yfir daginn. Sækja eða koma með og rölta um leikskólann og taka þátt í starfinu, það fer allt eftir vilja hvers og eins.

Kaffi verður á könninn og fullt af frábærum börnum sem verða glöð að sýna leikskólann sinn