• Sími : 480 3046
27ágú
2014

Nýtt skólaár

Í álfaborg erum við komin á gott skrið með að undirbúa nýtt skólaár. Við erum enn að aðlaga nýja Álfaborg-inga sem gengur vonum framar. Þau virðast öll tilbúin að takast á við ný og spennandi verkefni með okkur í leikskólanum. Eyrún Ósk hefur hafið störf á Lambadal og bjóðum við hana velkomna til starfa. Á mánudag 1. september er starfsdagur þar sem við ætlum að fara á fyrsta þing
skólaþjónustunnar í Árnesþingi sem tók til starfa síðustu áramót. Virkilega spennandi dagur framundan hjá okkur og verða Agnes og Sigurlaug með erindi.

Ég vil þakka góðar móttökur og hlakka til að starfa með ykkur í Álfaborg.
Elfa