• Sími : 480 3046
10okt
2014

Loftgæði

Nú síðan gos hófst í Holuhrauni hefur verið mikilvægt að fylgjast með loftgæðum. Í skólum er fylgst vel með hvernig loftgæðin eru og hvort það sé óhætt að vera úti við. Það kom einn dagur í vikunni þar sem börnin voru höfð inni við. Lambadalur hafði lagt af stað í göngutúr enn var skyldilega kallaður inn því loftgæðin sýndu viðmiðunartölur sem teljast sæmilegar. Í raun skapast ekki hætta við slík loftgæði heldur getur það haft áhrif á þá einstaklinga sem eru veikir fyrir, með astma eða aðra öndunarsjúkdóma. www.loftgaedi.is er síðan sem við styðjumst við og nýtum okkur mælana við Þjórsárver til að kanna líklega stöðu hér hjá okkur í Bláskógabyggð.