• Sími : 480 3046
26jan
2017
0

Lestrarstefna Bláskógabyggðar

Leik- og grunnskólar Bláskógabyggðar hafa unnið að því undanfarið að gera heildræna lestrarstefnu sem nær frá eins árs til 16 ára barna. Stefnan er núna tilbúin og var kynnt á opnum skólanefndarfundi á Laugarvatni síðastliðinn mánudag. Auk þess var gerður bæklingur sem að foreldrar fá í hendurnar á næstu dögum. Við erum afar stolt af lestrarstefnunni og þeirri góðu samvinnu sem ríkir á milli leik- og grunnskóla Bláskógabyggðar.

Stefnuna má finna efst á heimasíðunni.