• Sími : 480 3046
03des
2015
0

Kveikt á jólatrénu í Aratungu

Þriðjudaginn 1. desember var kveikt á jólatrénu í Aratungu. Það var alveg við hæfi að gera það á fullveldisdaginn sjálfan. Leik og grunnskólabörnin söfnuðust saman fyrir utan Aratungu og sungu nokkur jólalög.  Karl Hallgrímsson spilaði undir á gítar. Mikið var búið að snjóa og það var jólalegt að litast um.