• Sími : 480 3046
23ágú
2017
0

Fréttir úr Álfaborg

Heil og sæl.

Héðan er allt gott að frétta.  Það er allt að komast í góðan gang eftir sumarfrí hérna í  Álfaborg og aðlögunin komin á fullt.  við tökum inn 8 ný börn og þau fara öll inn á Lambadal. Margrét Elín tekur við, sem deildarstjóri á Lambadal af Eyrúnu, sem ætlar að njóta sín sem leikskólakennari þar í vetur. Auk þess fengum við tvo nýja starfsmenn til liðs við okkur, þær Lovísu Tinnu og Heiðu Björk.  Dröfn Rafnsdóttir  var ráðin á Krummakletta og verður þar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Það má til gamans geta að í leikskólanum starfa nú 6 leikskólakennarar og ein til viðbótar klárar leikskólakennara A næsta vor. Við erum að vonum glaðar með það.

Bestu kveðjur kennarar í Álfaborg.