• Sími : 480 3046
24ágú
2016
0

Flutningarnir úr leikskólanum í grunnskólann gengu vonum framar.

Af okkur í Álfaborg er það helst að frétta að flutningurinn á mill leik- og grunnskólans gekk vonum framar og allt gengur vel. Því má fyrst og fremst þakka frábæru starfsfólki Álfaborgar sem leystu þetta verðuga verkefni með bros á vör eins og þeim einum er lagið og stjórnendum og starfsfólki Bláskógaskóla sem tóku afar vel á móti okkur og eiga þau öll bestu þakkir fyrir að taka svona vel á móti okkur.  Þegar allir vinna saman að sama markmiðinu þá er allt hægt.

Regína Rósa Harðardóttir

leikskólastjóri Álfaborgar