Brunabíll, köttur og skógarþröstur

Brunabíll, köttur og skógarþröstur

Ba, bú, ba, bú, brunabíllinn flautar.
Hvert er hann að fara? 
Vatn á eld að sprauta - tss, tss, tss, tss! 
Gerir alla blauta.

Mjá, mjá, mjá, mjá, mjálmar gráa kisa. 
Hvert er hún að fara? 
Út í skóg að ganga - uss, uss, uss, uss!
Skógarþröst að fanga.

Bí, bí, bí, bí, skógarþröstur syngur.
Hvert er hann að fara?
Burt frá kisu flýgur - víí, víí, víí, víí!
Loftin blá hann smýgur.